Fara í efni
Umræðan

Stórkostleg upplifun

Akureyringurinn og sópransöngkonan Eyrún Unnarsdóttir er um þessar mundir fastráðin við óperuna í Lusern í Sviss. Hún hóf söngnám í Tónlistarskólanum á Akureyri, en fór í framhaldsnám til Vínarborgar og starfaði fyrst þar að námi loknu áður en hún fékk ráðningu í Luzern. Hún söng hlutverk greifynjunnar í Brúðkaupi Figaros eftir Mozart í Þjóðleikhúsinu árið 2019 og hlaut mikið lof fyrir. Hún söng þetta sama hlutverk eftir ráðningu í Luzern og síðastliðið haust söng hún hlutverk Dido í óperunni Dido og Eneas á sama stað. Hlaut hún afburða dóma fyrir söng inn í báðum hlutverkum. Nú um þessar mundir syngur hún hlutverk Mimi í La Boheme eftir Puccini.

Við hjónin fórum á frumsýningu þar ásamt fjölskyldu Eyrúnar. Var það stórkostleg upplifun, ekki síst fyrir frábæra frammistöðu vinkonu okkar. Það var einnig að gaman að fá að vera með í frumsýningarpartíi á eftir þar sem allir sem tóku þátt í sýningunni voru kallaðir fram og þeim þakkað fyrir framlag sitt.

Óperan var flutt fram til nútímans eins og mikið er stundað í dag og Mimi sem í upprunalegu útgáfunni átti að deyja úr „tæringu“, sennilega berklum, var hér látin deyja vegna eiturlyfjafíknar.

Mismunandi fór það í frumsýningargesti er kom að framkalli sviðsetningaraðila, en klappið og fagnaðarhrópin við framkall Eyrúnar og annarra í aðalhlutverkum voru ósvikin!

Opinberir leikdómar um sýninguna voru afar góðir, ekki síst um söng Eyrúnar og túlkun og læt ég fylgja með eftirfarandi dóm:

Eyrún Unnarsdóttir sópransöngkona, meðlimur Luzern-óperunnar, var stórkostleg í frumraun sinni í aðalhlutverkinu sem Mímí. Hún skipti á mjög sannfærandi hátt á milli léttúðar og innilegrar ástar, frá ósvikinni lífsgleði yfir í örmögnun, hvort sem var í leik eða söng. Og hvort sem var í frábærri upphafsaríu með Rodolfo eða hinni frægu ástararíu, söng hún sig beint inn í hjörtu áhorfenda með hjartnæmri túlkun og litríkum blæbrigðum.

Sybille Ehrismann, Seniorweb

Það er vonandi að landar vorir fái aftur notið sem fyrst söngs Eyrúnar hér á landi, og víst er að framtíðar horfur hennar á söngferlinum eru góðar og spennandi.

Haraldur Hauksson er læknir og söngvari

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30

Tala eingöngu um vextina

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 19:00

Grunnskólarnir okkar allra

Sindri Kristjánsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 06:00

Akureyrarbær gerir vel við barnafólk og tekjulágar fjölskyldur

Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannsson og Hulda Elma Eysteinsdóttir skrifa
28. ágúst 2024 | kl. 14:38

Viltu úthluta milljarði?

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 12:12

Tugir milljarða evra til Pútíns

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. ágúst 2024 | kl. 16:00