Fara í efni
Umræðan

Nei þeir mega það ekki!

Bergsteinn Sigurðsson fréttamaður á Ruv gerði á sig, skeit upp á bak, varð á í messunni eða hvað annað sem menn kalla þetta. Hann fékk Arnar Þór Jónsson formann Lýðræðisflokkinn í viðtal á Kosningavaktina 24. Gott viðtal og Arnar svaraði öllu vel og skilmerkilega.

Nítjánda mínútan

Þegar liðnar voru tæpar 20 mínútur af viðtalinu byrjaði Bergsteinn að spyrja út í oddvita Norðvesturkjördæmisins. Við ættum auðvitað öll að koma þeim báðum á þing til að gera landi og þjóð gagn.

Oddvitinn var ekki á staðnum, samt heldur Bergsteinn fram lygum í inngangi sínum og spyr svo hvort þetta sé stefna Lýðræðisflokksins. Arnar Þór svaraði árás Bergsteins af mikilli stillingu. Hann lét fréttamanninn, sem sýndi óhæfi sitt þarna, ekki fara með sig inn á villigötur.

Arnar sagði stefnu flokksins vera að heimila ekki karlmönnum sem skilgreina sig sem konur að baða sig með litlu stúlkunum okkar. Fréttamaðurinn spurði ekki meira um það. Bergsteinn spurði ekki hvað hann ætti við, hvað þá að hann vildi frá nánari útlistun á málinu.

Nei þeir mega það ekki

Þetta er viðkvæðið þegar maður ræðir við fólk um lögin um kynrænt sjálfræði. Lögin skertu rétt kvenna til forréttinda fyrir karlmenn. Karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, má nefnilega mæta í búningsklefa kvenna þar sem litlar stúlkur baða sig og eru naktar. Beri karlmaður sig fyrir framan skólastofnun er sá hinn sami handtekinn. Lýðræðisflokknum finnst ekki fara saman hljóð og mynd. Á einum stað má bera sig fyrir framan stúlkur og öðrum ekki.

Starfsmaður Kennarasambandsins skrifaði heilmikla grein um ofbeldi gegn konum á Vísi.is, en minntist ekki orði á þetta ofbeldi gegn stúlkum og konum. Hverju sætir það, að sjálf Kennarasamtökin huga ekki að þessum rétti stúlkna í umræðunni um ofbeldi? Já í reynd er þetta líka skerðing á mannréttindum kvenna og stúlkna.

Kjósum Lýðræðisflokkinn

Þetta er eini flokkurinn sem hefur dregið málefnið fram í dagsljósið. Málefni sem varðar hundruð kvenna og stúlkna. Fáir vita að þetta er svona í raun. Greinarhöfundur skrifaði til allra sveitarfélaga á landinu til að spyrja um fyrirkomulagið á sundstöðum þegar karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, mætir í sund. Úrræðin voru misjöfn en nokkur sveitarfélög svöruðuð því til að rétturinn væri karlmannsins, ekki stúlkna og kvenna til að baða sig í næði.

Stöndum vörð um réttindi stúlkna og kvenna - kjósum Lýðræðisflokkinn.

Helga Dögg Sverrisdóttir er grunnskólakennari og sjúkraliði. Hún er í 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum á laugardaginn.

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15