Fara í efni
Umræðan

Ná KA-strákarnir að rétta úr kútnum?

Hallgrímur Mar Steingrímsson til hægri, í fyrsta leik á Íslandsmóti á nýja Greifavellinum sunnan við KA-heimilið 16. júní á síðasta ári. Hann gerði fyrsta deildarmark KA á vellinum. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

KA tekur á móti Fram í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikið verður á Greifavellinum sunnan við KA-heimilið og Einar Ingi Jóhannsson flautar til leiks stundvíslega klukkan 16.00.

Tæpt ár er síðan fyrsti leikur KA-manna á Íslandsmóti fór fram á vellinum og Framarar voru einmitt fyrstu gestirnir. Þeir bláklæddu höfðu 2:0 forystu í hálfleik en Hallgrímur Mar Steingrímsson (víti) og Daníel Hafsteinsson skoruðu á lokakaflanum og liðin fengu hvort sitt stigið. 

Uppskera KA er mun rýrari það sem af er sumri en vonir stóðu til; liðið er í sjötta sæti með 11 stig að loknum níu leikjum. Þrír síðustu leikir hafa farið illa; töpuðust allir og markatalan er 0:10. Bæði Valur og Víkingur unnu 4:0 á Greifavellinum og Breiðablik sigraði KA 2:0 í Kópavogi.

Fram er í níunda sæti deildarinnar með átta stig eftir átta leiki.

Fundur með eldri borgurum á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
16. maí 2025 | kl. 16:30

Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka

Ingibjörg Isaksen skrifar
16. maí 2025 | kl. 12:00

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00