Fara í efni
Umræðan

„Mjög ánægjulegt hve mætingin er góð“

Bólusetning á slökkvistöðinni á Akureyri hefur jafnan gengið mjög vel. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Akureyrarmet í bólusetningu var sett í dag þegar 1.140 voru bólusettir gegn Covid-19 á slökkvistöðinni. Þar með var metið frá því á þriðjudaginn slegið en þá voru rúmlega 1.000 manns bólusettir. Á þriðjudaginn var bóluefni frá Pfizer í sprautunum en í dag var efnið frá AstraZeneca í boði. Fólk fætt 1961 og eldra var boðað á staðinn í dag.

„Mætingin í dag var mjög góð – 85% þeirra sem voru boðaðir komu í bólusetningu, sem er alveg á pari við Pfizer,“ sagði Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á HSN á Akureyri við Akureyri.net. „Það er ákaflega ánægjulegt hve margir mættu í dag, ég er ótrúlega ánægð með fólkið okkar og mjög glöð eftir daginn.“

Bólusetning heldur áfram á slökkvistöðinni í næstu viku.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15