Fara í efni
Umræðan

Mikilvægur leikur hjá KA/Þór í kvöld

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í 15. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu kl. 19 í kvöld. Liðið tapaði naumlega gegn Fram í síðustu umferð og er í 6. sæti deildarinnar með 11 stig. Stjarnan er í 7. og næstneðsta sætinu með 5 stig.

Fyrri leikur liðanna fór fram á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ í nóvember sl. og lyktaði með jafntefli, 22:22. Það var fyrsta stig Garðbæinga í deildinni en síðan þá hefur liðið landað sigri í tveimur leikjum.

Það er afar mikilvægt fyrir KA/Þór að bilið milli þeirra og tveggja neðstu liðanna minnki ekki og sigur í kvöld getur skipt sköpum í þeirri baráttu. Frír ís er í boði fyrir þau sem mæta snemma, segir í auglýsingu KA/Þórs fyrir leikinn. Um að gera að nýta sér það kostaboð og hvetja stelpurnar síðan til sigurs!

„Akureyrar ákvæðið“ um lagningu raflína í þéttbýli

Karl Ingólfsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 16:30

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 13:00

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00