Fara í efni
Umræðan

Maddie Sutton og Eva Wium farnar í Stjörnuna

Eva Wium Elíasdóttir, til vinstri, og Maddie Sutton, lengst til hægri, eru fara í Stjörnuna í Garðabæ. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Evu Wium Elíasdóttir og Madison Anne Sutton, tveir bestu leikmenn Þórsliðsins í körfubolta, eru gengnar til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Stjarnan tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag.
 
Eva er 21 árs bakvörður sem hefur verið í landsliðshópnum undanfarið. Hún gerði um 14 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili, segir í tilkynningu Stjörnunnar, og „Maddie sem spilar sem miðherji skilaði 15 stigum og 17 fráköstum að meðaltali.“
 
„Mjög spennt“
 
„Ég er mjög spennt að koma í Garðabæinn. Eftir að ég tók ákvörðun um að yfirgefa Þór voru nokkur lið sem höfðu samband. Það má segja að síðan ég byrjaði að spila með Þór fyrir 4 árum hef ég spilað á móti Stjörnunni oft og m.a. fórum við á sama tíma upp um deild um árið. Þannig ég veit hvað þessar stelpur í Stjörnunni geta og þegar ég fékk tilboð frá Stjörnunni þá fannst mér þetta strax spennandi kostur og er ég ótrúlega spennt fyrir þessu skrefi á ferlinum,“ er haft eftir Evu í tilkynningunni.
 
„Það gríðarlega ánægjulegt að Eva og Maddie hafa gengið til liðs við okkur hjá Stjörnunni. Þetta eru tveir frábærir leikmenn sem við höfum fylgst lengi með og erum spennt að fá inn í hópinn,“ segir Ólafur Jónas, þjálfari Stjörnunnar. „Þær koma til með að vera mikill liðsstyrkur bæði innan vallar og utan og ég er sannfærður um að þær muni passa einstaklega vel inn í þann kúltúr sem við erum að byggja upp hér í Garðabæ. Ég hlakka til að sjá Evu og Maddie í Stjörnubúningnum og hvet alla til að fylgjast með liðinu á komandi tímabili. Þetta verður spennandi vetur!“

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30