Fara í efni
Umræðan

Meistararnir höfðu betur gegn Þórsurum

Hákon Ingi Halldórsson var öryggið uppmálað í hægra horninu og var markahæstur Þórsara með sjö mörk. Hér skorar hann gegn ÍR i fyrstu umferð Íslandsmótsins. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar biðu lægri hlut fyrir Íslandsmeisturum Fram í handknattleik á heimavelli meistaranna í 2. umferð Íslandsmótsins gær. Úrslitin urðu 36:27 eftir að Þórsarar höfðu eins marks forystu í hálfleik, 16:15.

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi, Framarar byrjuðu ögn betur en Þórsarar – skynsamir í sóknarleiknum og baráttuglaðir í vörn – náðu frumkvæðinu og náðu að halda meisturunum í skefjum.

Annað var upp á teningnum í seinni hálfleik. Framarar náðu þá að auka hraðann, komust fljótlega yfir og munurinn jókst jafnt og þétt áður en yfir lauk. 

Mörk Þórs: Hákon Ingi Halldórsson 7, Hafþór Már Vignisson 6, Igor Chiseliov 5, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Aron Hólm Kristjánsson 2, Oddur Gretarsson 2, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2.

Varin skot: Nikola Radovanovic 7 (22,6%), Patrekur Guðni Þorbergsson 1 (9,2%).

Mörk Fram: Dánjal Ragnarsson 7, Ívar Logi Styrmisson 6 (2 vísi), Rúnar Kárason 5, Eiður Rafn Valsson 4, Kjartan Þór Júlíusson 2, Theodór Sigurðsson 2, Dagur Fannar Möller 2, Lúðvík Thorberg B Arnkelsson 2, Erlendur Guðmundsson 2, Marel Baldvinsson 2, Max Emil Stenlund 1.

Varin skot: Breki Hrafn Árnason 11, þar af 1 víti (37,9%).

Tölfræði HBStatz

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15