Fara í efni
Umræðan

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Þann 12. júní s.l. lagði undirritaður fram þingsályktunartillögu um Samgöngufélagið Þjóðbraut. Eru nítján aðrir þingmenn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins meðflutningsmenn mínir á tillögunni.

Í ályktuninni er innviðaráðherra falið að láta framkvæma heilstæða úttekt á þeim möguleika að stofna samgöngufélag, er verði hlutafélag, með það að markmiði að fjármagna, byggja, eiga og reka helstu samgöngumannvirki landsins, svo sem stofnbrautir, jarðgöng og stórar brýr. Félagið skuli bera nafnið Þjóðbraut hf. Er fyrirmynd af félaginu Spölur ehf, sem var stofnaður um rekstur Hvalfjarðaganga, og Tunnil p/f í Færeyjum.

Í þingsályktunartillögunni er ráðherra einnig falið kanna leiðir til að gjaldtaka taki mið af tekjulíkani Spalar ehf. þannig að áskrifendur greiði lægra gjald en þeir sem borga fyrir staka ferð. Ráðherra er einnig falið að athuga hvað skatta og gjöld á umferð, t.d. vörugjöld á ökutæki, mætti lækka eða fella niður á móti. Telur undirritaður að þetta sé farsælli lausn á fjármögnun en með boðuðu kílómetragjaldi ríkisstjórnarinnar.

Ef okkur lánast að stofna Samgöngufélagið Þjóðbraut hf. þá erum við að höggva á þann hnút sem skapast hefur í að koma stærri samgöngumannvirkjum í framkvæmd. Félag, sem hefur tekjustraum af innheimtu gjalda af helstu stofnvegum og stærri samgöngumannvirkjum, getur sótt fjármögnun erlendis, líkt og Færeyingar gera, sem og innanlands hjá lífeyrissjóðum eða öðrum lánastofnunum.

Með þessu erum við að taka brýna innviðauppbyggingu úr karpi stjórnmálanna og setja í hendur hlutafélags sem hefur það eitt að markmiði að flýta fyrir innviðauppbyggingu samgöngumannvirkja á Íslandi. Er hægt að nefna tvöföldun Vesturlandsvegar, Reykjanesbrautar, Suðurlandsvegar, tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut. Á landsbyggðinni eru jarðgöng á Austfjörðum, Norðurlandi og Vestfjörðum brýn ásamt endurnýjun stærri brúa, sérstaklega í Norðausturkjördæmi.

Í þingsályktunartillögunni er farið yfir þau tækifæri sem eru við stofnun Þjóðbrautar. Þau eru m.a. hraðari uppbygging innviða, sérhæfð stjórn og rekstur, fjárhagslegur stöðugleiki og erlendar fyrirmyndir gefa tilefni til bjartsýni.

Er það von mín og þeirra þingmanna sem að þessari þingsályktunartillögu standa, að ríkisstjórnin taki undir með flutningsmönnum og undirbúi stofnun Þjóðbrautar hf.

Jens Garðar Helgason er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15