Fara í efni
Umræðan

40 ár frá fimm mörkum Halldórs gegn FH

Fimmta markið! Halldór Ómar Áskelsson skýtur að marki FH, Dýri Guðmundsson reynir að komast fyrir skotið, Magnús Pálsson er fyrir miðri mynd og Viðar Halldórsson fjær. Markvörðurinn er Úlfar Daníelsson. Myndir; Skapti Hallgrímsson

Þórsarar gleyma án efa seint gærdeginum, laugardeginum 13. september 2025, þegar knattspyrnulið félagsins tryggði sér sæti í efstu deild Íslandsmótsins, Bestu deildinni, eftir 11 ár í næst efstu deild. Þeir félagsmenn sem nú teljast til eldri kynslóða gleyma heldur örugglega aldrei laugardeginum 14. september árið 1985. Þá gerði Halldór Áskelsson fimm mörk í 6:1 sigri Þórs; í dag eru sem sagt nákvæmlega 40 ár síðan.

Leikur Þórs og FH var á Akureyrarvelli og liður í lokaumferð 1. deildar, eins og efsta deild Íslandsmótsins hét þá. Lið Þórs þetta sumar var eitt það besta í sögu félagsins og var í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn allt þar til á lokasprettinum.

Markalaust jafntefli við Þrótt á útivelli í næst síðustu umferð varð á endanum til þess að Þór náði ekki sæti í Evrópukeppni árið eftir. Þór endaði í þriðja sæti, Valur varð meistari með 38 stig, ÍA fékk 36 og Þór 35. Fram varð í fjórða sæti með 34. Þrjú lið komust í Evrópukeppni; tvö efstu og Fram sem varð bikarmeistari. Skagamenn unnu Fram í lokaumferðinni í Reykjavík og skutust þar með upp í annað sætið.

Fjallað var um þennan söguleika í þættinum Gamla íþróttamyndin 2. nóvember á síðasta ári. Hér má sjá þá frétt:

Gamla íþróttamyndin: Fimm mörk Halldórs

Fimmta marki Halldórs fagnað. Á efri myndinni er Árni Jakob Stefánsson um það bil að hoppa hæð sína í fullum herklæðum, Halldór og Dýri Guðmundsson liggja á vellinum og hægri er FH-ingurinn Magnús Pálsson. Á neðri myndinn fagna þeir Halldóri, Siguróli Kristjánsson, Árni Jakob og Sigurður Pálsson.

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15