Fara í efni
Umræðan

Lundinn stundvís – er sestur upp í Grímsey

Lundar í Grímsey. Mynd af vef Akureyrarbæjar: María H. Tryggvadóttir

Sjóamenn hafa séð til lundans í nágrenni Grímseyjar síðustu vikuna eða svo en í gær settist hann upp á varpstöðvar á eyjunni. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar í dag.

„Lundinn er mjög stundvís en hann sest nánast allaf upp á eyjuna í kringum 10. apríl ár hvert,“ segir í fréttinni.

„Fuglinn byrjar á því að finna holuna sína, tekur til við að fjarlægja rusl og laga hana eftir þörfum. Hann notar þá gogginn til að grafa og fæturna til að moka. Talið er að það sé karlfuglinn sem mæti fyrst og sjái um tiltektina og að kvenfuglinn komi u.þ.b. viku síðar.“

Svafar Gylfason, sjómaður í Grímsey, fylgist vel með fuglalífinu í eyjunni og hefur skráð komu fuglanna árlega. Haft er eftir honum að talsvert minna sé um svartfugl í eyjunni samanborið við fyrri ár og telur Svafar það mögulega orsakast af því að algjör loðnubrestur hefur orðið við eyjuna í ár. Hann vonar þó að fuglarnir séu ennþá út á sjó og eigi eftir að skila sér heim.

„Eyjabúar eru orðnir langeygir eftir vorinu en frá því um páska hefur tíð verið rysjótt og búið að vera frekar vindasamt. Það er því ávallt mikið gleðiefni að sjá fuglana á ný. Fyrir utan sjófuglana þá er tjaldurinn mættur norður við heimskautsbaug og fyrstu kiðlingarnir bornir og fer að styttast í lömbin.“

Kennaradeilan haustið 2024

Ólafur Kjartansson skrifar
14. október 2024 | kl. 09:00

Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkurborgar

Hlín Bolladóttir skrifar
13. október 2024 | kl. 18:30

Fullkomlega óskiljanlegt

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
12. október 2024 | kl. 17:30

Sam­eigin­legt verk­efni okkar allra

Ingibjörg Isaksen skrifar
11. október 2024 | kl. 19:50

Með fjöreggið í höndunum

Hlín Bolladóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 16:15

Kostnaður ofbeldis

Alfa Jóhannsdóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 14:45