Fara í efni
Umræðan

Lore Devos ekki með Þór á næsta tímabili

Lore Devos í Þórsbúningnum í úrslitaleik VÍS-bikarkeppninnar gegn Keflavík. Ljósmyn: Skapti Hallgrímsson.

Belgíska körfuknattleikskonan Lore Devos, sem fullyrða má að hafi verið ein af bestu leikmönnum Subway-deildarinnar á tímabilinu og algjör lykilleikmaður í liði Þórs, er á leið til Hauka. Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlinum Instagram fyrr í dag.

Devos kom til Þórs síðastliðið sumar og átti stóran þátt í velgengni liðsins sem fór í úrslitaleik VÍS-bikarsins, endaði í 7. sæti deildarinnar og fór í átta liða úrslitakeppni. Hún skoraði að meðaltali 21,4 stig í leik með Þórsliðinu, tók níu fráköst og átti tæplega fjórar stoðsendingar að meðaltali. Hún var því mikill fengur fyrir félagið, en hefur nú ákveðið að söðla um og leika með Haukum á næsta tímabili. Reikna má með að Haukar hafi einfaldlega boðið mun betur en körfuknattleiksdeild Þórs hefur burði til að gera.

Devos hélt utan til Ástralíu þegar tímabilinu lauk hjá Þórsliðinu og spilar þar með Launceston Tornadoes, en mætir svo til starfa hjá Haukum í haust. 

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30