Fara í efni
Umræðan

Lore Devos ekki með Þór á næsta tímabili

Lore Devos í Þórsbúningnum í úrslitaleik VÍS-bikarkeppninnar gegn Keflavík. Ljósmyn: Skapti Hallgrímsson.

Belgíska körfuknattleikskonan Lore Devos, sem fullyrða má að hafi verið ein af bestu leikmönnum Subway-deildarinnar á tímabilinu og algjör lykilleikmaður í liði Þórs, er á leið til Hauka. Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlinum Instagram fyrr í dag.

Devos kom til Þórs síðastliðið sumar og átti stóran þátt í velgengni liðsins sem fór í úrslitaleik VÍS-bikarsins, endaði í 7. sæti deildarinnar og fór í átta liða úrslitakeppni. Hún skoraði að meðaltali 21,4 stig í leik með Þórsliðinu, tók níu fráköst og átti tæplega fjórar stoðsendingar að meðaltali. Hún var því mikill fengur fyrir félagið, en hefur nú ákveðið að söðla um og leika með Haukum á næsta tímabili. Reikna má með að Haukar hafi einfaldlega boðið mun betur en körfuknattleiksdeild Þórs hefur burði til að gera.

Devos hélt utan til Ástralíu þegar tímabilinu lauk hjá Þórsliðinu og spilar þar með Launceston Tornadoes, en mætir svo til starfa hjá Haukum í haust. 

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 13:00

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00