Fara í efni
Umræðan

Lögreglan: Stutt í sektir fyrir naglana

Eigandi þessa bíls þarf að fara að hafa hraðar hendur. Mynd: RH

„Við erum farin að hvetja fólk til þess að drífa sig að skipta úr nöglunum,“ segir Margeir Björgvinsson, varðstjóri á Akureyri, í samtali við blaðamann Akureyri.net. Enn ber á því að vegfarendur keyri um á nagladekkjum, en samkvæmt lögum er bannað að vera á nöglum frá 15. apríl, en Margeir segir að lögreglan gefi mikinn slaka á þessari dagsetningu í takt við veðurfar.

„Við erum ekki byrjuð að sekta, en það fer að styttast í það,“ bætir Margeir við. „Nú hefur verið gott veður um nokkurt skeið og stefnir í gott veður áfram, þannig að það er sannarlega tímabært að drífa sig í dekkjaskipti ef einhverjir eru ennþá á nöglum.“

Blaðamaður forvitnast um það, hvort að lögreglan sé með eitthvað plan, einhvern óskrifaðan dag í kladdanum þar sem byrjað er að sekta og olnbogarýmið er þrotið. „Nei, það er í raun ekki þannig,“ segir Margeir. „Við miðum þetta algjörlega út frá veðrinu hvert ár, og byrjum á því að pikka í fólk áður en við förum að sekta.“

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30