Fara í efni
Umræðan

Hafnarstræti göngugata næstu fimm mánuði

Mynd: Haraldur Ingólfsson

Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá því í mars verður lokað fyrir umferð vélknúinna ökutækja um þann hluta Hafnarstrætis sem liggur milli Kaupvangsstrætis og Ráðhústorgs, frá og með deginum í dag, 1. maí. Lokunin gildir til loka septembermánaðar. Göngugatan verður því raunveruleg göngugata næstu fimm mánuði. 

Opið verður fyrir ökutæki með aðföng til fyrirtækja í götunni kl. 7-10 alla daga, auk þess sem aðgengi fyrir P-merktabíla og ökutæki viðbragðsaðila verður ávallt tryggt. 

Fram kemur í frétt á vef Akureyrarbæjar að föstudaginn 2. maí hefjist framkvæmdir við endurgerð á göngugötunni. „Verkið verður unnið í áföngum og leitast við að haga því þannig að það valdi rekstraraðilum og þeim sem eiga leið um götuna sem minnstum óþægindum,“ segir einnig í frétt Akureyrarbæjar.

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45