Fara í efni
Umræðan

Byrjað að fræsa í göngugötunni

Myndir: Skapti Hallgrímsson

Vinna hófst í morgun við að fræsa malbikið í göngugötunni í miðbænum á Akureyri. 

Þetta er fyrsta skrefið í endurgerð kaflans frá Kaupvangsstræti norður að Ráðhústorgi en ástand þessa hluta Hafnarstrætis var orðið það slæmt vegna skemmda að gatan þoldi vart meiri bílaumferð, eins og Akureyri.net fjallaði um fyrr á árinu.

Nokkrir dagar eru síðan nefndum hluta götunnar var lokað fyrir umferð vélknúinna ökutækja og sú verður raunin til loka septembermánaðar. 

Á vef bæjarins kemur fram að opið verður fyrir ökutæki með aðföng til fyrirtækja í götunni kl. 7-10 alla daga, auk þess sem aðgengi fyrir P-merktabíla og ökutæki viðbragðsaðila verður ávallt tryggt,

 „Verkið verður unnið í áföngum og leitast við að haga því þannig að það valdi rekstraraðilum og þeim sem eiga leið um götuna sem minnstum óþægindum,“ segir einnig á vefnum.

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00