Fara í efni
Umræðan

Lögreglan lokaði tveimur veitingastöðum

Lögreglan lokaði tveimur veitingahúsum á Akureyri í gærkvöldi, öðru vegna útrunnins rekstrarleyfis og hinu vegna brots á sóttvarnarlögum.

Samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar skulu gestir hafa yfirgefið veitingahús eigi síðar en kl 23:00. Á þessu tiltekna veitingahúsi var enn verið að þjóna til borðs og voru um 50 gestir í húsinu að borða um kl 23:15, að því er segir á Facebook síðu lögreglunnar í morgun.

Þónokkuð var af fólki í bænum og sinnti lögreglan einnig ölvunar- og hávaðaútköllum fram undir morgun. Í einu útkallinu fannst lítilræði af fíkniefnum sem hald var lagt á.

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30