Körfubolti: Öruggur Þórssigur gegn Aþenu
Þór vann Aþenu á útivelli í 2. umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik í gær. Chloe Wilson skoraði 28 stig fyrir Þór, tók 22 fráköst og var með 40 framlagspunkta. Þórsliðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni.
Eftir að Aþena skoraði fyrstu sjö stig leiksins fór Þórsliðið af stað, náði að jafna í 12-12 og leit ekki til baka eftir það. Munurinn var fimm stig eftir fyrsta leikhlutann og í öðrum leikhluta dró hratt í sundur með liðunum og munurinn kominn yfir 20 stig, en Aþena náði að saxa á forskotið, skoruðu tíu síðustu stig fyrri hálfleiksins og munurinn því kominn niður í 11 stig.
Þórsliðið hafði áfram góð tök á leiknum, vann þriðja leikhlutann með níu stigum og hélt forystunni í kringum 20 stigin lengst af í seinni hálfleiknum. Heimakonur í Aþenu náðu að minnka muninn í 12 stig á lokasprettinum, en sigurinn þó aldrei í hættu.
- Aþena - Þór (23-29) (17-22) 40-51 (10-19) (21-13) 71-83
Helstu tölur Þórsliðsins, stig/fráköst/stoðsendingar:
- Chloe Wilson 28/22/3 - 40 framlagspunktar.
- Yvette Adriaans 16/8/3.
- Emma Karólína Snæbjarnardóttir 16/5/2.
- Iho Lopez 13/14/3.
- Emilie Ravn 21/6/0.
- Sigurlaug Eva Jónasdóttir 2/0/1.
Þór og Selfoss eru einu taplausu liðin í deildinni, Þór eftir tvo leiki en Selfyssingar eftir þrjá.
Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast
„Í augsýn er nú frelsi …
Krónan býr sig ekki til sjálf
Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára