Fara í efni
Umræðan

Þórsarar töpuðu í Stykkishólmi

Axel Arnarsson skoraði tíu stig og tók átta fráköst í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. Myndin er úr leik Þórs og Breiiðabliks fyrr í mánuðinum. Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.

Þórsarar máttu þola þriðja tapið í þremur leikjum í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöld, raunar það fjórða í fjórum leikjum að meðtöldum bikarleik fyrr í vikunni. Þórsarar sóttu Snæfell heim, höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og vel fram í þriðja leikhluta, en töpuðu á endanum með 17 stiga mun.

Þórsarar höfðu forystu allan fyrri hálfleikinn, leiddu með sex stiga mun að honum loknum, 35-29, og héldu forystunni langt fram í þriðja leikhluta. Þeim tókst þó aldrei að slíta sig frá heimamönnum og munurinn mestur sjö stig. Snæfell náði forystunni þegar innan við fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og bættu svo smátt og smátt í hana í lokafjórðungnum, unnu hann með 14 stiga mun.

Snæfell - Þór (14-17) (15-18) 29-35 (26-17) (28-14) 83-66

  • Christian Caldweell 26/13/1 - 27 framlagspunktar
  • Luke Moyer 17/6/2
  • Axel Arnarsson 10/8/1
  • Arngrímur Friðrik Alfreðsson 6/0/0
  • Paco del Aquilla 4/10/1
  • Andri Már Jóhannesson 2/1/0
  • Smári Jónsson 1/1/1

Þór er ásamt Fylki og Skallagrími án sigurs að loknum þremur umferðum í deildinni. Þórsarar taka á móti KV í næstu umferð.

Tölfræði leiksins.

Staðan í deildinni.

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30