Fara í efni
Umræðan

Körfubolti: Frítt inn á tvíhöfða Þórsara

Yvette Adriaans og Axel Arnarsson verða bæði í sviðsljósinu í körfuboltaleikjum dagsins. Myndir: Helgi Heiðar Jóhannesson og Guðjón Andri Gylfason.

Bæði meistaraflokkslið Þórs í körfuknattleik taka á móti Selfyssingum í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Kvennalið Þórs og Selfoss mætast kl. 16 og karlalið sömu félaga kl. 18:30. Þórsarar hafa fengið Skógarböðin til liðs við sig sem bjóða áhorfendum frítt á báða leikina.

Gengi Þórsliðanna í 1. deild kvenna og karla hefur verið harla ólíkt það sem af er keppnistímabilinu. Kvennaliðið er ósigrað, hafði aðeins unnið einn leik þar til síðastliðið fimmtudagskvöld þegar annar sigurinn leit dagsins ljós í heimsókn Þórsara til Hamars í Hveragerði. 

Kvennalið Þórs er eina ósigraða liðið í 1. deildinni. Liðin hafa leikið mismarga leiki og hefur Þór unnið sjö fyrstu leiki sína. Næstu lið eru Aþena með sex sigra og eitt tap og þá Fjölnir með sex sigra og tvö töp. Þór vann Aþenu á útivelli og Fjölni á heimavelli og á eftir að mæta Selfyssingum og Snæfelli í fyrri umferð deildarkeppninnar. Selfyssingar eru í 5. sæti deildarinnar með fjóra sigra í sjö leikjum.

  • 1. deild kvenna í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 16
    Þór - Selfoss

Þór vann Vestra á útivelli með 82ja stiga mun í síðasta leik, 132-50, en Selfyssingar töpuðu naumlega heima gegn ÍR, 71-74.

- - -

Karlalið Þórs og Selfoss mætast að loknum kvennaleiknum, en í millitíðinni verður meðal annars boðið upp á hnefaleikasýningu í Höllinni í boði hnefaleikadeildar Þórs.

Með sigrinum á Hamri lyftu Þórsarar sér úr botnsætinu, eru í 10. sæti með tvo sigra, en Fylkir og Hamar fyrir neðan, bæði með einn sigur. Selfyssingar hafa unnið fjóra leiki af níu og eru í 7. sæti deildarinnar. 

  • 1. deild karla í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 18:30
    Þór - Selfoss

Leikur karlaliðsins er þriðji leikur þess á sjö dögum. Það sama á reyndar einnig við Selfyssinga því þeir mættu Fylki núna í vikunni og Hamri þar á undan og unnu báða leikina. Þórsarar unnu Hamar á útivelli á fimmtudagskvöld með 26 stiga mun, 115-89, eftir að hafa verið sex stigum undir eftir fyrri hálfleikinn. Selfyssingar unnu Fylki á útivelli með tíu stiga mun, 98-88, sama kvöld.

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10