Kimberley Dóra og Sonja Björg báðar til Vals
									Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, besti leikmaður knattspyrnuliðs Þórs/KA í sumar er gengin til liðs við Val í Reykjavík. Kimberley Dóra samdi við Val til tveggja ára. Félagið tilkynnti þetta á miðlum sínum í morgun. Framherjinn Sonja Björg Sigurðardóttir er einnig farin frá Þór/KA til Vals.
Þar með eru fimm leikmenn uppaldir hjá Þór og KA í herbúðum Vals því fyrir eru Arna Sif Ásgrímsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir.
„Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug hefur Kimberley þegar fest sig í sessi sem einn kraftmesti miðjumaður Bestu deildarinnar,“ segir í tilkynningu Vals. „Kimberley Dóra hefur leikið 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands – U19, U18, U17 og U16 – og bætti við sig sínum 19. landsleik fyrir U23 landsliðið núna í júní þegar hún lék gegn Skotlandi.“
Sonja Björg er 19 ára og samdi einnig til tveggja ára við Val á dögunum. Hún kom við sögu í 16 leikjum Þórs/KA í sumar. Sonja hefur leikið leiki fyrir bæði U16 og U19 ár landslið Íslands.
„Við erum ótrúleg ánægð með að hafa náð í Sonju sem er þrátt fyrir vera aðeins 19 ára gömul einn efnilegasti framherjinn í dag. Hún er kraftmikill sóknarmaður með einstaka hæfileika í að halda bolta, frábær í samspili við samherja og er beitt og örugg þegar kemur að því að klára í teignum. Við erum ótrúlega spennt að fá hana inn í þá spennandi vegferð sem við erum á í Val,“ sagði Styrmir Þór Bragason varaformaður knattspyrnudeildar Vals þegar tilkynnt var um samninginn við Sonju Björg.
			
			
			
			Afsakið – Kemst ekki á fundinn
			
			Varaflugvallagjaldið og flugöryggi
			
			Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna
			
			Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?