Fara í efni
Umræðan

Kennarar Lundarskóla samþykktu verkfall

Kennarar í Lundarskóla á Akureyri samþykktu verkfallsaðgerðir sem hefjast 29. október hafi kjarasamningar ekki náðst. Verði af verkfalli stendur til til 22. nóvember semjist ekki. 

Atkvæðagreiðslu félaga í Kennarasambandi Íslands (KÍ) um verkfall í átta skólum lauk nú í hádeginu og var verkfall samþykkt í þeim öllum, fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla, Fjölbrautarskóla Suðurlands í Árborg.

Grunnskólarnir eru, auk Lundarskóla, Áslandsskóli í Hafnarfirði og Laugalækjaskóli í Reykjavík.

Leikskólarnir eru fjórir: Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki.

Í til­kynn­ingu KÍ fyrr í vikunni var greint var frá hugs­an­leg­um verk­fallsaðgerðum en ekki hvaða skóla væri um að ræða. Það yrði einungis gert ef kennarar myndu samþykkja aðgerðir.

Það voru samninganefndir Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) sem ákváðu að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í átta skólum.

„Þetta var niðurstaða þeirra að það yrði lögð fyrir þessa átta skóla þá spurning um það hvort þau væru tilbúin að fara í verkfall til að styðja við kröfugerð Kennarasambandsins við samningsborðið. Þannig fór það,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands í viðtali við Ríkisútvarpið í dag.

Samkvæmt því sem Akureyri.net kemst næst er ekki útilokað að greidd verði atkvæði um verkföll í fleiri skólum.

Vefur Kennarasambands Íslands

Fámennt ríki á jaðrinum

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
10. nóvember 2024 | kl. 16:00

Varðandi virðingu

Hlín Bolladóttir skrifar
09. nóvember 2024 | kl. 19:00

Frelsi til að búa þar sem þú vilt

Sæunn Gísladóttir skrifar
09. nóvember 2024 | kl. 12:00

Besta kjarabótin er lækkun vaxta

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
08. nóvember 2024 | kl. 19:45

Allt mannanna verk – orkuöryggi á Íslandi

Ingibjörg Isaksen skrifar
08. nóvember 2024 | kl. 19:30

Eflum Háskólann á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
08. nóvember 2024 | kl. 11:00