Fara í efni
Umræðan

KA-strákarnir töpuðu fyrir PAOK – MYNDIR

Konstantinos Toursounidis, svartklæddur, skorar öðru sinni í gær og kemur PAOK í 2:0 snemma í seinni hálfleik. Myndir: Ármann Hinrik

Fyrri leikur 2. flokks KA í knattspyrnu gegn gríska liðinu PAOK í annarri umferð Evrópudeild ungmennaliða 19 ára og yngri fór fram í Boganum í gærkvöld.  Gestirnir eru með feikisterkt lið og fóru með 2:0 sigur af hólmi. Seinni leikurinn verður í Grikklandi þann 5. nóvember.

Líklega verður veðurfarið útileiknum örlítið betur fallið til knattspyrnuiðkunar en var á Akureyri í gær. Eins og greint var frá í fréttum þurfti að færa leik liðanna inn í Bogann eftir að linnulaus snjókoma gerði það að verkum að ekki tókst að gera gervigrasvöll KA leikfæran.

Grísku gestirnir voru betri aðilinn í leiknum framan af og komust yfir strax eftir 7 mínútna leik, þegar Konstantinos Toursounidis komst allt of auðveldlega gegnum vörn KA og skoraði. Grikkjarnir réðu gangi mála að mestu í fyrri hálfleik en KA fór þó að sækja í sig veðrið undir lok hálfleiksins, án þess þó að ná að skapa einver góð færi.

Eftir 7 mínútna leik í seinni hálfleik kom annað mark gestanna og aftur var það Konstantinos Toursounidis sem var á ferðinni. KA-strákarnir reyndu sitt til að minnka muninn og hefðu með smávegis heppni getað skorað. Meðal annars vildu þeir fá vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleikinn en sænski dómarinn var á öðru máli. Lokatölur 2:0 og það er munur sem KA þarf að vinna upp úti í Grikklandi, til þess að komast áfram í 3. umferð keppninnar.

Byrjunarlið KA í Evrópuleiknum í gær. Aftari röð frá vinstri: Agnar Óli Grétarsson, Almar Örn Róbertsson, Viktor Máni Sævarsson, Gabriel Lukas Freitas Meira, Þórir Hrafn Ellertsson og Jóhann Mikael Ingólfsson Fremri röð frá vinstri: Kristján Breki Pétursson, Sigmundur Logi Þórðarson, Halldór Ragúel Guðbjartsson, Andri Valur Finnbogason og Valdimar Logi Sævarsson.

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30