Krónan býr sig ekki til sjálf
21. október 2025 | kl. 22:30
Í dag fer fram Evrópuleikur í knattspyrnu á Greifavelli KA, þegar 2. flokkur félagsins – U20 lið – tekur á móti gríska liðinu PAOK í 2. umferð Evrópudeildar ungmanna, UEFA Youth League. KA sló út lettneska liðið FS Jelgava í fyrstu umferðinni með 2:2 jafntefli í Lettlandi og 1:0 sigri hér heima.
Seinni leikur liðanna fer fram eftir tvær vikur, miðvikudaginn 5. nóvember, á Kaftanzoglio-vellinum í Þessalóníku í Grikklandi.
Lið KA varð Íslandsmeistari í 2. aldursflokki á síðasta ári.