Fara í efni
Umræðan

Einar Freyr semur áfram við Þór – til 2028

Einar Freyr Halldórsson, unglingalandsliðsmaðurinn stórefnileg, hefur samið áfram við Þór - til þriggja ára. Mynd: Ármann Hinrik
Einar Freyr Halldórsson, knattspyrnumaðurinn stórefnilegi í Þór, hefur gert nýjan þriggja ára samning við félagið. Hann er því samningsbundinn Þór út keppnistímabilið 2028. Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum Þórs í kvöld.
 
Einar Freyr var einn lykilmanna Þórs í sumar, 16 ára að aldri, þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni á ný eftir langa fjarveru. Hann varð ekki 17 ára fyrr en nú síðla hausts.
 
„Einar var á dögunum valinn besti ungi leikmaður Lengjudeildarinnar 2025 en hann skoraði fjögur mörk í 19 leikjum okkar manna í sumar í deild og bikar,“ segir í tilkynningu félagsins. „Einar, sem er fæddur árið 2008, hefur leikið alls 32 leiki fyrir meistaraflokk Þórs auk þess að hafa leikið 20 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.“
 
 

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00