Fara í efni
Umræðan

KA gert að greiða Arnari 11 milljónir króna

Arnar Grétarsson ásamt þáverandi aðstoðarþjálfara sínum, Hallgrími Jónassyni, sem tók við starfinu af Arnari þegar hann hætti hjá KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu, hafði betur gegn félaginu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra og ber KA að greiða hátt í 11 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Arnar höfðaði mál gegn félaginu þar sem hann taldi sig eiga inni vangoldin laun sem tengdust ákvæði í samningi hans um það að koma liðinu í Evrópukeppni. Samkvæmt dómsorði ber Knattspyrnufélagi Akureyrar að greiða Arnari tæpar 8,8 milljónir króna, auk dráttarvaxta frá 5. nóvember 2023. Þar að auki er KA gert að greiða Arnari tvær milljónir króna í málskotnað.

Knattspyrnuvefurinn 433.is greindi frá þessu fyrir stundu.

Ert þú í tengslum?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
14. júní 2024 | kl. 08:58

Lærðu að nota nalaxone nefúða, það getur bjargað lífi

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
07. júní 2024 | kl. 11:15

Þingmenn opnið augun ­og finnið kjarkinn

Jón Hjaltason skrifar
05. júní 2024 | kl. 15:10

Hvað er að frétta í lífi án frétta?

Skúli Bragi Geirdal skrifar
05. júní 2024 | kl. 12:00

Gaza - Almenningur og stjórnvöld á Íslandi verða að ná samstöðu

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
04. júní 2024 | kl. 16:40

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Ingibjörg Isaksen skrifar
30. maí 2024 | kl. 16:16