Fara í efni
Umræðan

KA gert að greiða Arnari 11 milljónir króna

Arnar Grétarsson ásamt þáverandi aðstoðarþjálfara sínum, Hallgrími Jónassyni, sem tók við starfinu af Arnari þegar hann hætti hjá KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu, hafði betur gegn félaginu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra og ber KA að greiða hátt í 11 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Arnar höfðaði mál gegn félaginu þar sem hann taldi sig eiga inni vangoldin laun sem tengdust ákvæði í samningi hans um það að koma liðinu í Evrópukeppni. Samkvæmt dómsorði ber Knattspyrnufélagi Akureyrar að greiða Arnari tæpar 8,8 milljónir króna, auk dráttarvaxta frá 5. nóvember 2023. Þar að auki er KA gert að greiða Arnari tvær milljónir króna í málskotnað.

Knattspyrnuvefurinn 433.is greindi frá þessu fyrir stundu.

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00

Lýðræðið og kirkjan

Auður Thorberg skrifar
25. september 2025 | kl. 09:30