Fara í efni
Umræðan

Hólmar Örn bætist við þjálfarateymið hjá KA

Hólmar Örn Rúnarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá knattspyrnudeild KA. Hann samdi við félagið til tveggja ára og kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks og 2. flokks. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Hólmar Örn er uppalinn í Keflavík og lék lengi með Keflavíkurliðinu. Auk þess var hann á mála hjá Silkeborg í Danmörku og FH en sneri heima á ný og lauk ferlinum í Keflavík. Undanfarin ár hefur Hólmar verið aðstoðarjálfari Bjarna Jóhannssonar hjá Njarðvík.

Á dögunum framlengdi knattspyrnudeild samning við bæði Branislav Radakovic og Eið Ben Eiríksson.

Eiður hefur nú verið ráðinn afreksþjálfari hjá KA auk þess sem hann mun sinna leikgreiningu fyrir meistaraflokk félagsins. Eiður gekk til liðs við KA í sumar er hann kom inn í þjálfarateymi meistaraflokks auk þess sem hann gerði 3. flokk karla að bikarmeisturum.

Branislav hefur verið markmannsþjálfari meistaraflokks KA frá árinu 2018 auk þess sem hann hefur aðstoðað markmenn yngriflokka félagsins.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30