Fara í efni
Umræðan

Hólmar Örn bætist við þjálfarateymið hjá KA

Hólmar Örn Rúnarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá knattspyrnudeild KA. Hann samdi við félagið til tveggja ára og kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks og 2. flokks. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Hólmar Örn er uppalinn í Keflavík og lék lengi með Keflavíkurliðinu. Auk þess var hann á mála hjá Silkeborg í Danmörku og FH en sneri heima á ný og lauk ferlinum í Keflavík. Undanfarin ár hefur Hólmar verið aðstoðarjálfari Bjarna Jóhannssonar hjá Njarðvík.

Á dögunum framlengdi knattspyrnudeild samning við bæði Branislav Radakovic og Eið Ben Eiríksson.

Eiður hefur nú verið ráðinn afreksþjálfari hjá KA auk þess sem hann mun sinna leikgreiningu fyrir meistaraflokk félagsins. Eiður gekk til liðs við KA í sumar er hann kom inn í þjálfarateymi meistaraflokks auk þess sem hann gerði 3. flokk karla að bikarmeisturum.

Branislav hefur verið markmannsþjálfari meistaraflokks KA frá árinu 2018 auk þess sem hann hefur aðstoðað markmenn yngriflokka félagsins.

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00