Fara í efni
Umræðan

Hólmar Örn bætist við þjálfarateymið hjá KA

Hólmar Örn Rúnarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá knattspyrnudeild KA. Hann samdi við félagið til tveggja ára og kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks og 2. flokks. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Hólmar Örn er uppalinn í Keflavík og lék lengi með Keflavíkurliðinu. Auk þess var hann á mála hjá Silkeborg í Danmörku og FH en sneri heima á ný og lauk ferlinum í Keflavík. Undanfarin ár hefur Hólmar verið aðstoðarjálfari Bjarna Jóhannssonar hjá Njarðvík.

Á dögunum framlengdi knattspyrnudeild samning við bæði Branislav Radakovic og Eið Ben Eiríksson.

Eiður hefur nú verið ráðinn afreksþjálfari hjá KA auk þess sem hann mun sinna leikgreiningu fyrir meistaraflokk félagsins. Eiður gekk til liðs við KA í sumar er hann kom inn í þjálfarateymi meistaraflokks auk þess sem hann gerði 3. flokk karla að bikarmeisturum.

Branislav hefur verið markmannsþjálfari meistaraflokks KA frá árinu 2018 auk þess sem hann hefur aðstoðað markmenn yngriflokka félagsins.

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00