Fara í efni
Umræðan

Höllin í kvöld: Þór getur komist upp í efstu deild

Stór hópur Þórsara mætti á leik Fjölnis og Þórs í Egilshöll á föstudagskvöldið og fagnaði innilega með leikmönnum eftir sigurinn. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar fá Fjölnismenn í heimsókn í Íþróttahöllina í kvöld í úrslitaeinvíginu um sæti í efstu deild í handbolta. Þór hefur unnið tvo leiki en Fjölnir einn og sigri Þórsstrákarnir í kvöld leika þeir í Olís deildinni næsta vetur. Leikurinn hefst klukkan 18.30.

Fjölnir vann fyrsta leikinn 30:26 eftir framlengingu á heimavelli, Þór vann síðan 25:20 í Höllinni á Akureyri og aftur á heimavelli Fjölnis í Reykjavík á föstudagskvöldið, 29:27.

Mjög góð stemning hefur verið á heimaleikjum Þórs undanfarið en hún var ekki síðri í Egilshöllinni í Grafarvogi á  föstudag; stuðningsmenn Þórs fjölmenntu og létu vel í sér heyra.

Gera má ráð fyrir hörkuleik tveggja góðra liða í Höllinni í kvöld og ekki síður fjöri á áhorfendapöllunum. Vonandi flykkjast akureyrskir handboltaáhugamenn í Höllina og styðja Þórsara til sigurs.

Þórsarar auglýsa: Kvöldmatnum reddað – því hamborgarar verða grillaðir og seldir ásamt drykkjum. 

Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs ræðir við Ívar Benediktsson ritstjóra handboltavefs Íslands, handbolti.is, eftir sigurinn í Grafarvogi á föstudagskvöldið. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Um raflínur og tryggingafélög

Inga Sigrún Atladóttir skrifar
15. maí 2024 | kl. 08:50

Fjórða læknaferðin endurgreidd

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar
14. maí 2024 | kl. 17:00

Búum til börn

Ingibjörg Isaksen skrifar
12. maí 2024 | kl. 06:00

Akureyrarklíníkin

Friðbjörn Sigurðsson skrifar
11. maí 2024 | kl. 14:00

Blöndulína 3, jarðstrengsumræðan og framtíðin

Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar
30. apríl 2024 | kl. 10:10

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00