Fara í efni
Umræðan

Um raflínur og tryggingafélög

Fyrr á þessu ári keypti banki sem er í eigu íslenska ríkisins tryggingafélag. Ráðherra bankamála áttaði sig á því að kaupin gengu gegn eigendastefnu ríkisins og lét strax rannsaka málið. Afleiðingarnar urðu að þær að öll stjórn bankans varð að segja af sér.

Hér norðan heiða er sama vandamál í uppsiglingu og ætti bæjarstjórn Akureyrar að huga að því áður en lengra er haldið.

Bæjarstjórn hefur lagt til breytingar á skipulagi þar sem hún heimilar ríkisfyrirtækinu Landsneti að fara með Blöndulínu 3 í gegnum íbúabyggð og útivistarsvæði sem gengur þvert gegn eigendastefnu ríkisins.

Nú ætti ráðherra orkumála að vakna upp við vondan draum líkt og ráðherra bankamála á sínum tíma. Láta fara fram rannsókn á því hvers vegna ríkisfyrirtæki leyfir sér að fara gegn eigendastefnu ríkisins. Í kjölfarið þyrfti fólk í ábyrgðarstöðum líklega að segja af sér vegna mistakanna.

Eða hvað?

Inga Sigrún Atladóttir er áhugakona um raflínur og tryggingarfélög

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00

Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði!

Harpa Barkardóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 06:00