Fara í efni
Umræðan

Ólafur Gústafsson fer frá KA til FH

Ólafur Gústafsson í leik með KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Ólafur Gústafsson, sem leikið hefur með handknattleiksliði KA undanfarin fjögur ár, hefur samið við uppeldisfélag sitt, FH. Þetta kemur fram á handboltavef Íslands, handbolti.is.

Ólafur er uppalinn hjá Hafnarfjarðarliðinu, vann Íslandsmeistaratitil með félaginu 2011 og fór þá utan til Þýskalands þar sem hann gerðist atvinnumaður hjá Flensburg í upphafi árs 2012. Þar vann hann meðal annars Meistaradeild Evrópu 2014, en flutti sig eftir það til Álaborgar þar sem hann spilaði í tvö ár. Eftir það kom hann heim og spilaði eitt tímabil með Stjörnunni en hélt svo aftur utan og var leikmaður KIF Kolding í Danmörku 2017-2020 þegar hann kom aftur heim til Íslands og samdi við KA. Hann á að baki 39 landsleiki.

 

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00