Fara í efni
Umræðan

Ólafur Gústafsson fer frá KA til FH

Ólafur Gústafsson í leik með KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Ólafur Gústafsson, sem leikið hefur með handknattleiksliði KA undanfarin fjögur ár, hefur samið við uppeldisfélag sitt, FH. Þetta kemur fram á handboltavef Íslands, handbolti.is.

Ólafur er uppalinn hjá Hafnarfjarðarliðinu, vann Íslandsmeistaratitil með félaginu 2011 og fór þá utan til Þýskalands þar sem hann gerðist atvinnumaður hjá Flensburg í upphafi árs 2012. Þar vann hann meðal annars Meistaradeild Evrópu 2014, en flutti sig eftir það til Álaborgar þar sem hann spilaði í tvö ár. Eftir það kom hann heim og spilaði eitt tímabil með Stjörnunni en hélt svo aftur utan og var leikmaður KIF Kolding í Danmörku 2017-2020 þegar hann kom aftur heim til Íslands og samdi við KA. Hann á að baki 39 landsleiki.

 

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00