Fara í efni
Umræðan

Rut Arnfjörð Jónsdóttir í viðræðum við Hauka?

Rut Arnfjörð Jónsdóttir í leik með KA/Þór. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Handboltavefur Íslands, handbolti.is, greindi frá því í gær að Rut Arnfjörð Jónsdóttir, sem leikið hefur undanfarin fjögur tímabil með KA/Þór í Olísdeildinni í handknattleik, sé sterklega orðuð við vistaskipti til Hauka og hafi verið í viðræðum við félagið. Þetta kveðst handboltavefurinn hafa eftir heimildum. Bent er á í frétt handboltavefsins að Hauka hafi sárlega vantað örvhenta skyttu eftir að Ingeborg Furunes sleit krossband í annarri umferð Olísdeildarinnar í haust.

Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart að Rut hyggist hafa vistaskipti og spila fyrir sunnan því sambýlismaður hennar, Ólafur Gústafsson, sem leikið hefur með KA undanfarin ár, skipti á dögunum í uppeldisfélag sitt, FH. Haukar eru hins vegar sterkara liðið í handboltanum hjá konunum í Hafnarfirði. FH spilar í næstefstu deild, Grill 66 deildinni. Þar hafnaði liðið í 5. sæti og beið lægri hlut fyrir Aftureldingu í undanúrslitum umspils um sæti í Olísdeildinni.

Ert þú í tengslum?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
14. júní 2024 | kl. 08:58

Lærðu að nota nalaxone nefúða, það getur bjargað lífi

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
07. júní 2024 | kl. 11:15

Þingmenn opnið augun ­og finnið kjarkinn

Jón Hjaltason skrifar
05. júní 2024 | kl. 15:10

Hvað er að frétta í lífi án frétta?

Skúli Bragi Geirdal skrifar
05. júní 2024 | kl. 12:00

Gaza - Almenningur og stjórnvöld á Íslandi verða að ná samstöðu

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
04. júní 2024 | kl. 16:40

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Ingibjörg Isaksen skrifar
30. maí 2024 | kl. 16:16