Fara í efni
Umræðan

Þórsarar áfram í átta liða úrslit bikarsins

Markaskorari dagsins, Ingimar Arnar Kristjánsson, fagnar markinu sem hann skoraði í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Víkingum í fyrra. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar eru komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 2-0 útisigur á Fjölni í Egilshöllinni nú síðdegis.

Markalaust var í leikhléi, en hinn ungi Ingimar Arnar Kristjánsson skoraði tvívegis í seinni hálfleiknum. Fyrra markið kom eftir tæpan stundarfjórðung í seinni hálfleiknum. Ingimar fékk þá langa sendingu fram og skallaði yfir markvörð Fjölnis og í markið. Tuttugu mínútum síðar kom svo annað markið. Ingimar fékk þá sendingu yfir vörnina og kláraði færið snyrtilega, tók boltann á lofti, í stöng og inn.

Tveggja marka sigur staðreynd og Þórsarar komnir í átta liða úrslitin annað árið í röð. Í fyrra mættu þeir Víkingi úr Reykjavík í átta liða úrslitunum og töpuðu naumlega, 1-2, á heimavelli. Víkingar fóru alla leið og unnu bikarinn.

Dregið verður í átta liða úrslitin þriðjudaginn 21. maí. 

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00