Fara í efni
Umræðan

12 börn smituð og hátt í 300 manns í sóttkví

Staðfest er að 12 börn í fjórum grunnskólum Akureyrarbæjar eru með Covid-19 smit. Liðlega 250 börn og 33 starfsmenn skólanna eru komnir í sóttkví vegna þessa.

„Skólastarf verður með eðlilegum hætti á morgun, föstudaginn 1. október, en gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana í öllum grunnskólum bæjarins og sameiginlegum viðburðum sem ekki eru hluti af daglegu skólastarfi hefur verið frestað,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ í kvöld.

„Rakning vegna þeirra smita sem upp hafa komið stendur yfir. Hér eftir sem hingað til verður fyrirmælum rakningarteymis fylgt í hvívetna en engin fyrirmæli um takmarkanir á skólastarfi hafa enn sem komið er borist frá rakningarteymi eða sóttvarnaryfirvöldum. Ef slík fyrirmæli berast þá verður brugðist skjótt við og upplýsingum komið hratt og örugglega á framfæri.“

Fólk er hvatt til að skrá sig og börn sín strax í sýnatöku finni það fyrir einkennum.  Hér má sjá nauðsynlegar upplýsingar um sýnatöku.

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00