Fara í efni
Umræðan

Handbolti á Akureyri, fótbolti og karfa syðra

KA og ÍBV mætast í undanúrslitum Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu í dag. Leikið verður í Akraneshöllinni og flautað til leiks kl. 16.05. Sigurliðið mætir annað hvort Víkingi eða Val í úrslitaleik.

Leikur KA og ÍBV verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, sem og viðureign Víkings og Vals sem hefst kl. 14.00.

Einn leikur á Íslandsmóti er á dagskrá á Akureyri: Strákarnir í handboltaliði Þórs taka á móti Kórdrengjum kl. 16.00 í dag í Íþróttahöllinni. Leikurinn er liður í Grill 66 deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt má benda á að leikurinn verður sýndur beint á Þór TV.

Í dag klukkan 16.00 hefst einnig leikur Breiðabliks b og Þórs í næst efstu deild kvenna í körfubolta. Þar eru Þórsstelpurnar í toppbaráttu og hafa fyrir löngu tryggt sér sæti í úrslitakeppni fjögurra efstu liða um sæti í efstu deild næsta vetur.

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30