Fara í efni
Umræðan

Handbolti á Akureyri, fótbolti og karfa syðra

KA og ÍBV mætast í undanúrslitum Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu í dag. Leikið verður í Akraneshöllinni og flautað til leiks kl. 16.05. Sigurliðið mætir annað hvort Víkingi eða Val í úrslitaleik.

Leikur KA og ÍBV verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, sem og viðureign Víkings og Vals sem hefst kl. 14.00.

Einn leikur á Íslandsmóti er á dagskrá á Akureyri: Strákarnir í handboltaliði Þórs taka á móti Kórdrengjum kl. 16.00 í dag í Íþróttahöllinni. Leikurinn er liður í Grill 66 deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt má benda á að leikurinn verður sýndur beint á Þór TV.

Í dag klukkan 16.00 hefst einnig leikur Breiðabliks b og Þórs í næst efstu deild kvenna í körfubolta. Þar eru Þórsstelpurnar í toppbaráttu og hafa fyrir löngu tryggt sér sæti í úrslitakeppni fjögurra efstu liða um sæti í efstu deild næsta vetur.

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00