Fara í efni
Umræðan

Góðgerðargolf í Skógarböðunum!

Slegið verður héðan, af pallinum við Skógarböðin, niður á flötina á eyjunni sem sést á bak við trén.

Ertu kylfingur og vilt e.t.v. slá tvær flugur í einu höggi? Óvenjulegt tækifæri gefst til þess í vikunni.

Finnur Aðalbjörnsson verktaki og eigandi Skógarbaðanna tók sig til ásamt sínu fólki í vikunni og útbjó litla eyju í vatninu neðan við böðin.  Segja má að eyjan sé hluti af nýstárlegri golfbraut – tímabundinni braut vegna Arctic Open, hins árlega miðnæturmóts Golfklúbbs Akureyrar (GA) sem verður í vikunni.

Í tilefni mótsins, sem stendur frá næsta fimmtudegi til laugardags, ætla Skógarböðin og GA að bjóða upp á góðgerðargolfhögg í Skógarböðunum. Hægt verður að slá golfkúlu frá inngangi Skógarbaðanna niður á flöt á áðurnefndri eyju og greiða fyrir.

  • 1 högg kostar 1.000 kr.
  • 3 högg kosta 2.000 kr.
  • 5 högg kosta 3.000 kr. eða upphæð að eigin vali. 

Féð sem safnast rennur allt til einhvers góðs málefnis.

Finnur og hans menn unnu að því í nokkra daga að móta eyjuna, mokuðu upp sandi úr vatninu, sem tók drjúgan tíma. Þegar eyjan var orðin þétt og fín var hún þökulögð. Verkinu lauk í gær.

Eyjan í vatninu steinsnar neðan við Skógarböðin.


Horft af eyjunni - golflötinni - upp að Skógarböðunum þaðan sem slegið verður.

Fjórmenningarnir voru að ljúka við að tyrfa eyjuna – flöt „golfbrautarinnar“ – þegar Akureyri.net leit við í gær. Frá vinstri: Unnar Rúnarsson, Tómas Árnason, Finnur Aðalbjörnsson og Kolbeinn Þór Finnsson.

Við Skógarböðin í dag. Búið að ganga endanlega frá eyjunni með því að leggja möl allan hringinn.

Að neðan eru myndir teknar á meðan framkvæmdir stóðu sem hæst.

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00