Fara í efni
Umræðan

„Völlurinn miklu betri en á sama tíma í fyrra“

Kylfingar á golfvellinum að Jaðri síðdegis í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Félagar í Golfklúbbi Akureyrar voru margir hverjir eins og kálfar að vori í dag! Segja má að þeim hafi verið hleypt út eftir vetrardvöl með kylfurnar inni, þótt margir hafi reyndar skotist út fyrir landsteinana og gengið þar eða ekið marga hringi á golfvöllum og slegið duglega.

Jaðarsvöllur var opnaður í bítið í morgun, fjölmargir létu ekki segja sér það tvisvar heldur notuðu tækifærið enda veðrið mjög gott.

Fyrstu þrír höfðu skráð sig á teig klukkan sjö í morgun en þegar blaðamaður ræddi við einn þeirra kom í ljós að eitt „holl“ hafði laumast á undan þeim; slíkur var spenningurinn að menn gátu ekki beðið.

„Já, það er rétt. Við fórum af stað klukkan 6.40,“ sagði Heimir Örn Árnason, sá gamli handboltakappi og nú pólitíkus; bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, við Akureyri.net. Með honum hófu leik svo snemma annar KA-kappi, Jónatan Þór Magnússon og Þórsarinn John Cariglia. Þeir léku níu holur.

Heimir Örn er ánægður með aðstæður að Jaðri. Segir þær ótrúlega góðar miðað við árstíma. „Völlurinn miklu betri en á sama tíma í fyrra, hann var mjög blautur þá. Og miðað við veðurspána verður hann frábær eftir tvær vikur.“

Vitað mál er að Heimir, Jónatan og John eru miklir keppnismenn og því kom lokasetning Heimis í samtalinu við blaðamann ekki sérlega á óvart: „Ef þú endilega vilt máttu láta það koma fram að ég hafi unnið holukeppnina ...“

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00

Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði!

Harpa Barkardóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 06:00