Fiskeldi og samfélagsábyrgð
30. júní 2025 | kl. 09:45
Arctic Open mót Golfklúbbs Akureyrar hefur í gegnum tíðina gjarnan verið kennt við miðnætursólina og stóð að því leyti fyllilega undir nafni þegar myndin var tekin um miðnætti í nótt. Fjöldi kylfinga var þá við leik á Jaðarsvelli.
Um 300 kylfingar voru skráðir til leiks að þessu sinni. Mótið stendur í tvo daga og leiknar eru 18 holur hvorn dag. Keppni hófst á fimmtudag og átti að ljúka í nótt. Þessari vinsælu og skemmtilegu golfhátíð lýkur svo með veislu í golfskálanum að Jaðri í kvöld.