Fara í efni
Umræðan

Frábærlega heppnaðar körfuboltabúðir

Borche Ilievski leiðbeinir áhugasömum krökkum á námskeiðinu um síðustu helgi. Myndir: Sigurgeir Sigurgeirsson

Körfuboltabúðir Ungmennafélagsins Samherja og BIBA (Borche Ilievski Basketball Academy), voru haldnar í íþróttamiðstöðinni í Eyjafjarðarsveit um síðustu helgi. Þetta var í fyrsta skiptið sem körfuboltabúðir eru haldnar á þeim slóðum og sóttu 40 krakkar úr Eyjafjarðarsveit og Akureyri búðirnar.

Yfirþjálfari búðanna og stjórnandi BIBA var Borche Ilievski, en hann hefur þjálfað um árabil á Íslandi og m.a. byggt upp starfsemi körfuboltabúða sinna hérlendis og erlendis. Borche til aðstoðar voru körfuboltaþjálfarar UMF Samherja þau Árdís Eva Skaftadóttir, Fjóla Eiríksdóttir, Sævar Ingi Rúnarsson og Karl Jónsson.

Krakkarnir æfðu fimm sinnum frá föstudegi til sunnudags í 90 mínútur hvert skipti auk þess að fá hádegismat í mötuneyti Hrafnagilsskóla.

„Körfuboltabúðirnar tókust frábærlega, margir lögðu hönd á plóginn við að gera þær að veruleika,“ segir Karl Jónsson körfuboltaþjálfari hjá Samherjum.

„Borche sagðist heillaður af umhverfinu í Eyjafjarðarsveit, fólkinu, aðstöðunni og ekki síst krökkunum sem tóku þátt og hann vonast til að koma aftur að ári.“

Kennaradeilan haustið 2024

Ólafur Kjartansson skrifar
14. október 2024 | kl. 09:00

Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkurborgar

Hlín Bolladóttir skrifar
13. október 2024 | kl. 18:30

Fullkomlega óskiljanlegt

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
12. október 2024 | kl. 17:30

Sam­eigin­legt verk­efni okkar allra

Ingibjörg Isaksen skrifar
11. október 2024 | kl. 19:50

Með fjöreggið í höndunum

Hlín Bolladóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 16:15

Kostnaður ofbeldis

Alfa Jóhannsdóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 14:45