Fara í efni
Umræðan

Fleiri sprautur á loft en nokkru sinni

Ein stunga af rúmlega þúsund á slökkvistöðinni á Akureyri í dag. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Rúmlega 1.000 manns verða bólusettir með efni frá Pfizer gegn Covid-19 á slökkvistöðinni á Akureyri í dag, fleiri en áður á einum degi. Flestir sem áttu að mæta í dag eru með einhvers konar undirliggjandi áhættuþætti og fá af þeim sökum ekki bóluefni frá AstraZeneca. Það verður hins vegar í sprautunum sem fara á loft á sama stað á fimmtudaginn og þá verða heldur fleiri boðaðir til bólusetningar. Innanbæjarmetið - sem var rúmlega 700 bólusetningar á einum og sama deginum - verður því tvíbætt í vikunni.

Skipulagið er til fyrirmyndar enda gengur allt eins og í sögu; fólk skráir sig inn, fær sér sæti og þiggur stungu og þennan eftirsótta glaðning í vöðva og situr sem fastast í nokkrar mínútur, þar til gefið er merki. Þá er gengið inn í næsta sal og sest á ný, haukfránir slökkviliðsmenn fylgjast vel með því hvort nokkrum hafi orðið meint af og þaðan er hópnum svo hleypt út í vorið á ný eftir um það bil fimmtán mínútur. Allir sluppu út glaðir og reifir á meðan Akureyri.net staldraði við á stungustöðinni eftir hádegi.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15