Fara í efni
Umræðan

Fjölskylduhátíð í Eyjafjarðarsveit

Mynd: Þorgeir Baldursson

Fólk og fyrirtæki í Eyjafjarðarsveit taka sig saman á morgun, laugardaginn 9. ágúst, og bjóða fram í fjörð. Það er Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar sem skipuleggur herlegheitin og dagskráin er fjölbreytt. Öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er gamli góði kökubasarinn, náttúruganga, listasýningar eða innsýn í leyndardóma dalsins í boði seiðkonunnar. Svo fátt eitt sé nefnt.

Hér má skoða viðburðinn á Facebook. 

DAGSKRÁ

    • 10:00 Náttúruganga – Gengið um Garðsárgilið að vestan í boði Jóhannesar Geirs.
    • 10:00-20:00 Holtsel – Barnaskemmtun frá kl 10 og happy hour frá kl 17. Sjá nánari dagskrá á www.holtsel.is
    • 10:00 og 19:00 Sundlaugin í Hrafnagilshverfi – Yoga og slökun með gong í vatni með Sólveigu í Vökulandi. 
    • Velkomin að kíkja í garðana hjá:
      Hugrúnu og Einari á Brúnum milli 11-14, Önnu og Páli í Reykhúsum-Ytri milli 11-13:30 og hjá Elísabeth og Jóa á Sandhólum milli 11-14.
    • 11:00-17:00 Brúnir Kaffihúsið – Opið, myndlistarsýning og hægt að kaupa vörur beint frá býli.
    • 11:00-14:00 Kökubasar – Kvenfélagið Aldan verður með kökubasar í Holtseli.
    • 11:00-14:00 Björgunarsveitin Dalbjörg – Kassaklifur í húsnæði björgunarsveitarinnar og tækin verða til sýnis.
    • 11:11, 16:16 og 20:20 Sólarljós Siggu – Sigga bíður uppá fræðslu um friðarhjólið kl 11:11. Leyndardóma dalsins frá sjónarhorni seiðkonunnar kl 16:16. Tónleikar í Sólarmusterinu kl 20:20.
    • 12:00 Hugleiðsluganga – með Þóru Hjörleifsdóttur á Helguhóli í Grundarreitnum.
    • 12:00-17:00 Freyvangur – Opið hús og Bakkabræðrasögur sýndar kl 13, 14,15 og 16.
    • 13:00 Útiyoga í garðinum við Hjallatröð 1 – Í boði Ingileifar hjá Litlu yogastofunni.
    • 13:00 Nýsteiktar kleinur og kakó – Kvenfélagið Iðunn selur kleinur og kakó hjá sundlauginni í Hrafnagilshverfi.
    • 13:00-17:00 Dyngjan-listhús – Útilistasýning. Kl 14 verður Þóra Sólveig með tónheilun.
    • 13:00-17:00 Búvélasafnið og Smámunasafnið – opið fyrir gesti.
    • 13:30 HÆLIÐ – Eik Haraldsdóttir og Guðjón S. Skúlason verða með tónleika.
    • 14:00-16:00 Munkaþverárkirkja – Opið fyrir gesti og fulltrúi frá Félagi eldri borgara segir frá sögu kirkjunnar.

Búið var að auglýsa lautarferð og hópsöng við risakýrina Eddu, en henni hefur verið aflýst.

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00