Fara í efni
Umræðan

Eva Wium Elíasdóttir frábær með U20 í körfu

Eva Wium Elíasdóttir, leikmaður Þórs og íslenska U20 landsliðsins, í leiknum gegn Írum í morgun þar sem hún skoraði 24 stig, tók átta fráköst og átti þrjár stoðsendingar. Mynd: FIBA.

Eva Wium Elíasdóttir, leikmaður Þórs, fór á kostum í stórsigri íslenska U20 landsliðs kvenna í körfubolta á írska landsliðinu í B-deild EM U20 í morgun.

Eva spilaði 24 mínútur í leiknum, skoraði 21 stig, tók átta fráköst og átti þrjár stoðsendingar. Íslenska liðið er komið í undanúrslit og á því möguleika á að færast upp í A-deild að ári. Eva er fyrirliði U20 landsliðsins. Sigur liðsins á Írum er næststærsti sigur í sögu U20 landsliðs kvenna í körfubolta.

Með sigrinum náði íslenska liðið 2. sæti í milliriðli og fylgir því tékkneska í undanúrslit B-deildarinnar. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir á laugardag og úrslitaleikir á sunnudag. Spilað er í Búlgaríu.


Eva fagnar. Mynd af mótsvef FIBA.

Úrslit leikja Íslands og frammistaða Evu (stig-fráköst-stoðsendingar-mínútur):

  • Ísland - Austurríki 75-54
    2 - 1 - 0 - 20 mínútur
  • Ísland - Úkraína 53-69
    8 - 2 - 1 - 25 mínútur
  • Ísland - Búlgaría 71-61
    13 - 4 - 1 - 20 mínútur
  • Ísland - Tékkland 61-67
    16 - 6 - 3 - 28 mínútur
  • Ísland - Írland 88-45
    21 - 8 - 3 - 24 mínútur

Meðaltalsstigaskor, fráköst og stoðsendingar Evu það sem af er móti:

Í óformlegri könnun á mótsvef FIBA þar sem spurt var fyrir mót hvaða lið muni vinna B-deildina giskar um þriðjungur á að sigurinn komi í hlut Belgíu, Tékkland kemur þar á eftir með um 18%. Þrjú af hverjum hundrað hafa trú á að Ísland vinni.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45