Fara í efni
Umræðan

Er ekki bara best að leggja jarðstreng?

Víðir Gíslason, íbúi á Akureyri, undrast þá skoðun Sunnu Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknar í bæjarstjórn, að nú þegar eigi að hefja undirbúning að því að leggja Blöndulínu 3 í loftlínu innan bæjarmarka Akureyrar. Hann skrifar Sunnu opið bréf sem birtist á Akureyri.net í dag.

Blöndulína 3 er háspennulína frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Bæjaryfirvöld vilja að síðasti hluti línunnar verði lagður í jörðu að tengivirki við Rangárvelli á Akureyri, Landsnet hins vegar að það verði loftlína. Forsvarsmenn Landsnets halda því fram að ekki sé tæknilega mögulegt að leggja strenginn í jörðu en samþykktu á fundi með fulltrúum Akureyri fyrir helgi að vinna frekari gögn sem bæjaryfirvöld kalla eftir.

Víðir nefnir í bréfinu Hólalandslínu 3 sem lögð var fyrir nokkrum misserum. Einnig vísar hann til samskipta Hafnarfjarðarbæjar við Landsnet annars vegar, hins vegar samskipta Garðabæjar við fyrirtækið, og loks til breskrar rannsóknar sem sýni fram á auka hættu á hvítblæði í börnum vegna búsetu nálægt háspennulínum.

Að endingu spyr Víðir, með vísun í þekkt slagorð Framsóknar fyrir síðustu sveitarstjórnarskosningar: Er ekki bara best að leggja jarðstreng?

Smellið hér til að lesa bréf Víðis til Sunnu.

Móahverfið nýja verður þar sem græni hringurinn er dreginn. Rauða línan sýnir um það bil hvernig Blöndulína 3 mun liggja að Rangárvöllum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53