Fara í efni
Umræðan

Enskukennsla á Suðursal í MA

Mynd: Hans Malmberg

GAMLI SKÓLI – 16

  • Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net birtir af því tilefni einn kafla á dag út mánuðinn úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri.

Myndin er tekin á Suðursal árið 1950. Sigurður Líndal Pálsson enskukennari hlýðir sjötta bekk máladeildar yfir, eins og venja var. Fremst sitja Stefán Lárusson frá Miklabæ í Skagafirði, síðar sóknarprestur í Odda á Rangárvöllum, og Jón Dalmann Ármannsson frá Akureyri, starfsmaður Skattstofunnar á Akureyri. Í annarri röð má þekkja Brynjar Valdimarsson, frá Akureyri, síðar lækni á heilsuhælinu í Kristnesi, og Gunnlaug P. Kristinsson, frá Akureyri, starfsmann KEA. Aftast til vinstri er Magnús Óskarsson frá Akureyri, síðar borgarlögmaður í Reykjavík, og Sveinn Skorri Höskuldsson frá Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði, síðar prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Að baki eru gömlu spjaldahurðirnar frá 1922 sem gerðar voru þegar opnað var milli bókasafnsins og Suðursalur var gerður að kennslustofu sem Sigurður skólameistari kallaði í skólaskýrslu fegurstu kennslustofu skólans.

Sigurður Líndal Pálsson fæddist á Ísafirði 1904, varð gagnfræðingur frá skólanum 1925 og stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík 1928, stundaði fyrst nám við háskólann í Kaupmannahöfn en hvarf í janúar 1929 til háskólans í Leeds og síðar háskólans í Manchester og kenndi við skólann 1931 til dauðadags 1964. Sigurður var eftirminnilegur kennari og gekk fast eftir að nemendur læsu og lærðu grein hans.

  • Enskukennsla á Suðursal er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00