Fara í efni
Umræðan

Enskukennsla á Suðursal í MA

Mynd: Hans Malmberg

GAMLI SKÓLI – 16

  • Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net birtir af því tilefni einn kafla á dag út mánuðinn úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri.

Myndin er tekin á Suðursal árið 1950. Sigurður Líndal Pálsson enskukennari hlýðir sjötta bekk máladeildar yfir, eins og venja var. Fremst sitja Stefán Lárusson frá Miklabæ í Skagafirði, síðar sóknarprestur í Odda á Rangárvöllum, og Jón Dalmann Ármannsson frá Akureyri, starfsmaður Skattstofunnar á Akureyri. Í annarri röð má þekkja Brynjar Valdimarsson, frá Akureyri, síðar lækni á heilsuhælinu í Kristnesi, og Gunnlaug P. Kristinsson, frá Akureyri, starfsmann KEA. Aftast til vinstri er Magnús Óskarsson frá Akureyri, síðar borgarlögmaður í Reykjavík, og Sveinn Skorri Höskuldsson frá Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði, síðar prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Að baki eru gömlu spjaldahurðirnar frá 1922 sem gerðar voru þegar opnað var milli bókasafnsins og Suðursalur var gerður að kennslustofu sem Sigurður skólameistari kallaði í skólaskýrslu fegurstu kennslustofu skólans.

Sigurður Líndal Pálsson fæddist á Ísafirði 1904, varð gagnfræðingur frá skólanum 1925 og stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík 1928, stundaði fyrst nám við háskólann í Kaupmannahöfn en hvarf í janúar 1929 til háskólans í Leeds og síðar háskólans í Manchester og kenndi við skólann 1931 til dauðadags 1964. Sigurður var eftirminnilegur kennari og gekk fast eftir að nemendur læsu og lærðu grein hans.

  • Enskukennsla á Suðursal er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15