Fara í efni
Umræðan

Enn fjölgar fólki í sóttkví og einangrun

Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á Akureyri vegna Covid-19 en í gær, 958 manns. Í fyrradag voru 899 í einangrun í bænum, sem var það mesta síðan faraldurinn skall á 2020. Nú eru 979 í sóttkví en voru 843 í gær.

Greint var frá því hér í gær að mikið hefði verið um smit í skólum undanfarnar vikur, til dæmis væru þá um 60 nemendur Menntaskólans á Akureyri í einangrun og fleiri heima vegna PCR prófa. Þunnskipað hefði því verið í einhverjum bekkjum.

Staðan í Verkmenntaskólanum er þannig að undanfarnar þrjár til fjórar vikur hafa 40 til 60 nemendur verið í sóttkví eða einangrun. Eftir breytingar á reglum um sóttkví voru í síðustu viku 50 nemar í einangrun og Benedikt Barðarson, aðstoðarskólameistari VMA, telur að stefni í sömu tölu fyrir þessa viku.  Nemendafjöldi á vorönn er um 950. Covid hefur herjað á starfsmenn í svipuðu hlutfalli, að sögn Benedikts, og það hafi að sjálfsögðu talsverð áhrif á allt starf skólans og nám nemenda.

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00