Fara í efni
Umræðan

Enn fjölgar fólki í sóttkví og einangrun

Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á Akureyri vegna Covid-19 en í gær, 958 manns. Í fyrradag voru 899 í einangrun í bænum, sem var það mesta síðan faraldurinn skall á 2020. Nú eru 979 í sóttkví en voru 843 í gær.

Greint var frá því hér í gær að mikið hefði verið um smit í skólum undanfarnar vikur, til dæmis væru þá um 60 nemendur Menntaskólans á Akureyri í einangrun og fleiri heima vegna PCR prófa. Þunnskipað hefði því verið í einhverjum bekkjum.

Staðan í Verkmenntaskólanum er þannig að undanfarnar þrjár til fjórar vikur hafa 40 til 60 nemendur verið í sóttkví eða einangrun. Eftir breytingar á reglum um sóttkví voru í síðustu viku 50 nemar í einangrun og Benedikt Barðarson, aðstoðarskólameistari VMA, telur að stefni í sömu tölu fyrir þessa viku.  Nemendafjöldi á vorönn er um 950. Covid hefur herjað á starfsmenn í svipuðu hlutfalli, að sögn Benedikts, og það hafi að sjálfsögðu talsverð áhrif á allt starf skólans og nám nemenda.

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55

Að upphefja raddir sjúklinga

Málfríður Þórðardóttir skrifar
17. september 2023 | kl. 06:00