Fara í efni
Umræðan

Eflum Háskólann á Akureyri

Það ánægjulega við að vera í framboði er að fá tækifæri til þess að kynna sér margvíslega starfsemi í kjördæminu m.a. fyrirtæki, skóla og stofnanir. Áður en lengra er haldið er rétt að þakka fyrir þær góðu móttökur sem við Frambjóðendur flokks fólksins höfum fengið m.a. í Háskólanum á Akureyri.
 
Háskólinn á Akureyri sem brátt mun fagna fertugsafmælinu sínu hefur ekki aðeins gegnt mikilvægu hlutverki í Eyjafirði heldur vítt og breitt á landsbyggðinni. Bæði er það að nám hefur verið sett upp með þeim hætti að hægt hefur verið að sinna því við skólann þó svo föst búseta sé ekki á Akureyri og síðan hitt að þegar nemar hafa kynnt sér gæði þess að búa á landsbyggðinni, þá er það ekki eins framandi að huga að því færa sig um set t.d. úr umferðinni í höfuðborginni og í dýrðina á Egilsstöðum eða paradísina Siglufjörð. Það er nánast regla án undantekninga að í meðalstórum fyrirtækjum og stofnunum á Norður- og Austurlandi sé að finna sérfræðinga sem hafa hlotið sína menntun, þjálfun og færni í Háskólanum á Akureyri.
 
Það er ljóst að Háskólinn á Akureyri á í samkeppni við aðra háskóla um nemendur ásamt því að eiga í margvíslegu vísindasamstarfi innanlands sem utan við fjölmarga aðila m.a. á sviði heimskautafræða. Kröftugur háskóli eykur tækifæri atvinnulífsins til framþróunar m.a. á sviði gæðastarfs og nýsköpunar, þar sem hann getur byggt brýr og blásið til samstarfs ólíkra fræðasviða. Ekki er heldur ólíklegt að viðfangsefni rannsókna og efnistök fræðastarfs dragi dám af umhverfinu á Akureyri og geri fræðastarfið fjölbreyttara en ef það færi allt fram á Melunum eða við Nauthól í Reykjavík.
 
Nauðsynlegt er að huga að bættum húsakosti skólans fyrir stórafmælið og reisa nýja nemendagarða við skólann.
 
Til þess að nýta tækifærin þarf Háskólinn á Akureyri að eiga trausta pólitíska bakhjarla sem munu vinna að framgangi þeirra mála sem framþróun skólans máli.
 
Við í Flokki fólksins heitum því að efla Háskólann á Akureyri í störfum okkar á Alþingi.
 
Sigurjón Þórðarson er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15