Fara í efni
Umræðan

Ásmundur Einar fundar í skólunum á Akureyri

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur fundað í morgun með stjórnendum Menntaskólans á Akureyri (MA) og fulltrúum kennarafélags skólans. Með í för eru tveir aðstoðarmenn ráðherrans.

Áform ráðherra um sameiningu Menntaskólans og Verkmenntaskólans hafa verið í brennidepli síðan í byrjun mánaðarins. Þau hafa mætt mikilli andstöðu á Akureyri og fyrir helgi lýsti Karl Frímannsson, skólameistari MA, því í grein á Akureyri.net að hann legðist alfarið gegn því að hefja nokkra vinnu um aukið samstarf skólanna á þeim forsendum sem fram hefðu komið; að markmiðið með vinnunni væri að spara og hagræða.

Ráðherra og hans menn munu funda með stjórnendum Verkmenntaskólans á morgun eftir því sem Akureyri.net kemst næst og einnig með fulltrúum atvinnulífsins í bænum, sem óskuðu á dögunum eftir því að hitta ráðherra.

4.700 undirskriftir

Á laugardaginn skunduðu nemendur MA á fund Ásmundar Einars við ráðuneyti mennta- og barnamála í Reykjavík þar sem Krista Sól Guðjónsdóttir, forseti skólafélagsins Hugins, afhenti honum undirskriftalista með nöfnum um 4.700 sem mótmæltu sameiningu MA og VMA og skoruðu á stjórnvöld að falla frá áformunum.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45