Annar sigur Þórsara varð til í Hveragerði
Þórsarar fengu loks tækifæri til að fagna sigri í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöld þegar þeir sóttu Hamar heim til Hveragerðis. Með sigrinum náði liðið að lyfta sér af botni deildarinnar, en þetta er annar sigurleikur liðsins í fyrstu níu umerðunum.
Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn í Hamri voru heldur á undan snerist taflið við í seinni hálfleiknum og Þórsarar unnu á endanum 26 stiga sigur. Hamar var með frumkvæðið í leiknum í framan af, en frábær seinni hálfleikur skilaði sigrinum í hús þar sem Þórsarar unnu 3. leikhluta með 15 stigum og þann fjórða með 17 stigum.
- Hamar - Þór (33-25) (22-24) 55-49 (15-30) (19-36) 89-115
Christian Caldwell skoraði flest stig Þórsara eins og jafnan áður. Hann setti niður 35 stig, en Páll Nóel Hjálmarsson kom næstur með 23 stig. Paco Del Aquilla er jafnan með álíka mörg stig og fráköst og engin breyting á því í kvöld, 17 stig og 16 fráköst.
Helstu tölur hjá Þórsliðinu, stig/fráköst/stoðsendingar:
- Christian Caldwell 35/7/3 - 39 framlagspunktar
- Páll Nóel Hjálmarsson 23/3/0
- Axel Arnarsson 20/4/5
- Paco Del Aquilla 17/16/3
- Smári Jónsson 9/0/4
- Arngrímur Friðrik Alfreðsson 5/1/2
- Týr Óskar Pratiksson 3/1/0
- Finnbogi Páll Benónýsson 3/0/1
Þórsarar eru í 10. sæti deidarinnar, hafa unnið tvo leiki, en fyrir neðan þá eru Fylkir og Hamar sem bæði hafa unnið einn leik í vetur.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur
Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Eflum SAk