Fara í efni
Umræðan

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Fyrst vil ég byrja á að þakka fyrir þær hlýju móttökur sem við frambjóðendur Flokks fólksins höfum fengið undantekningarlaust í kosningabaráttunni. Þeir kjósendur sem enn hafa ekki gert upp hug sinn eru hvattir til þess að kynna sér greinarskrif og jafnframt fara inn á heimasíðu okkar, www.flokkurfolksins.is
 
Alþingiskosningarnar 30. nóvember eru afar mikilvægar. Það liggur blessunarlega fyrir að ný ríkisstjórn mun taka við völdum í landinu. Flokkur fólksins mun greiða úr þeim málum sem út af standa í okkar góða landi.
 
Við það að merkja x við F á kjördag fá kjósendur í kaupbæti bætt kjör fyrir eldra fólk og markvissar aðgerðir gegn fátækt sem tryggja að landsmenn hafi úr að ráða a.m.k. 450 þúsund kr. á mánuði, skatta og skerðingarlaust.
 
Einn stærsti áhrifavaldurinn í að börn vaxa í auknum mæli upp í fátækt á Íslandi, er að stjórnvöld slepptu ekki aðeins óseðjandi græðgisvæddum leigufélögum lausum heldur stuðluðu að vexti þeirra á kostnað efnaminni heimila. Flokkur fólksins var lengi vel eini stjórnmálaflokkurinn sem beitti sér fyrir hagsmunum leigjenda með því að setja á leigubremsu og átaki í uppbyggingu húsnæðis. Í stað þess að bjóða unga fólkinu sem er að hefja búskap upp á hættulega óvissuferð vaxtaokurs og stökkbreyttra lána, þá viljum við koma með þrautreynt fyrirsjáanlegt norrænt lánafyrirkomulag á húsnæðismarkaði. Ef einhverjir ættu að búa við fyrirsjáanleika þá er það kynslóðin sem er að ala upp börnin okkar.
 
Flokkur fólksins er flokkur sem leggur áherslu á aukna verðmætasköpun, en vill skipta þeim með sanngjarnari hætti en gert hefur verið.
Norðlendingar geta treyst því að við í Flokki fólksins munum standa vörð um hagsmuni þeirra í hvívetna, enda er það hagur Íslands að byggðirnar blómstri um landið allt.
 
Eflum bjartsýni og þor – Kjósum Flokk fólksins
 
Sigurjón Þórðarson er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum á laugardaginn

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00