Afleit veðurspá og kirkjuvígslu frestað
Árleg sumarsólstöðuhátíð hefst í Grímsey í dag. Sumarsólstöður eru á morgun, þá er alla jafna mikið um dýrðir í eyjunni og hápunktur helgarinnar að þessu sinni átti að vera vígsla hinnar nýju Miðgarðakirkju á sunnudaginn. Von var á biskupi Íslands, Guðrúnu Karls Helgudóttur, en í dag var ákveðið að fresta athöfninni til 10. ágúst vegna þess hve slæm veðurspáin er fyrir sunnudaginn.
„Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt, mikill fjöldi fólks er kominn hingað út í eyju til að taka þátt í vígslunni, gamlir Grímseyingar og aðrir,“ sagði Alfreð Garðarsson, formaður sóknarnefndar, við Akureyri.net í dag. Því er spáð að mjög hvasst verði á sunnudaginn, 10 til 14 metrar á sekúndu, að sögn Alfreðs. Hann segir óvíst hvort hægt verði að fljúga og einhverjir treysti sér ekki með ferjunni. „Það gæti orðið mjög vont í sjóinn. Spáin er ömurleg, það er spáð skítabrælu,“ sagði Alfreð.
Eftir því sem Akureyri.net kemst næst er vel á annað hundrað manns í Grímsey þessa stundina. „Við reynum að gera gott úr þessu. Í kvöld verður sjávarréttakvöld hjá okkur og við skemmtum okkur vonandi vel,“ sagði Alfreð Garðarsson.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur
Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Eflum SAk
Tryggjum öryggi eldri borgara