Fara í efni
Umræðan

Aðför að iðnnámi og iðnfyrirtækjum

Páll Kristjánsson framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri segir boðaða sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) og Menntaskólans á Akureyri (MA) vera aðför að iðnnámi á landsbyggðinni, iðnfyrirtækjum á Norðurlandi og aðför að framhaldsskólanámi í Eyjafirði.

Í harðorðri grein sem birtist á Akureyri.net í dag kveðst Páll leyfa sér að fullyrða að boðuð aðgerð verði ekki til að styrkja iðnnám. Hann greinir frá samskiptum við bæði skólameistara VMA og formann fjárlaganefndar Alþingis.

„Forsvarsfólk Slippsins á Akureyri hefur ítrekað í samtölum og skriflegum samskiptum bent kjörnum fulltrúum á að það hljóti að vera skakkt gefið í [fjárveitinga]módelinu eftir því hvar verknámsskólar eru í sveit settir,“ segir Páll í greininni. Hann segir að þegar bent sé á skekkjuna vinni embættismenn nýtt módel og komist „upp með að afvegaleiða kjörna fulltrúa eins og að drekka vatn.“

Hann gagnrýnir að ýmis starfsemi úti á landi sé vanfjármögnuð og segir Norðlendinga og annað landsbyggðarfólk verða að vakna.

Smellið hér til að lesa grein Páls Kristjánssonar

Sókn Landsnets gegn hagsmunum Akureyringa

Ólafur Kjartansson skrifar
17. maí 2024 | kl. 12:00

Um raflínur og tryggingafélög

Inga Sigrún Atladóttir skrifar
15. maí 2024 | kl. 08:50

Fjórða læknaferðin endurgreidd

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar
14. maí 2024 | kl. 17:00

Búum til börn

Ingibjörg Isaksen skrifar
12. maí 2024 | kl. 06:00

Akureyrarklíníkin

Friðbjörn Sigurðsson skrifar
11. maí 2024 | kl. 14:00

Blöndulína 3, jarðstrengsumræðan og framtíðin

Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar
30. apríl 2024 | kl. 10:10