Fara í efni
Umræðan

Sókn Landsnets gegn hagsmunum Akureyringa

Undanfarið misseri hefur Landsnet sótt að Akureyringum og þrýst á um að aðalskipulagi Akureyrarbæjar verði breytt með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Tillaga Landsnets felur í sér að 220 kV háspennuloftlína verði sett í stað fyrirhugaðs jarðstrengs sem skipulagið gerir ráð fyrir næst því svæði sem er hluti af mögulegu byggingarlandi vestan núverandi Móahverfis.

Þessi línulögn verður norðurendinn á styrkingu byggðalínuhringsins milli tengivirkisins á Rangárvöllum ofan Akureyrar og tengivirkis á Grundartanga í Hvalfirði. Á þessari leið eru m.a. Blönduvirkjun og tengivirki í Skagafirði og Hrútafirði. Kaflinn milli Akureyrar og Blönduvirkjunar er nefndur Blöndulína 3.

Hún er sá hluti leiðarinnar suður að Grundartanga sem telst mest aðkallandi að endurnýja vegna þess hve tengingin milli Akureyrar og Varmahlíðar í Skagafirði er gömul og rýr.

Á kynningarfundi í Giljaskóla í apríl s.l. sagði verkefnisstjóri þessa verkefnis hjá Landsneti að það væri ekki mögulegt að reka kerfið með þeim jarðstreng sem er í gildandi aðalskipulagi þangað til tengingin verði klár alla leið að Grundartanga. Reyndar sagði starfsmaður tæknisviðs Landsnets seinna á sama fundi að það væri „erfitt“ að reka kerfið með fyrirhuguðum jarðstreng innan Akureyrar þar til Grundartangatengingin yrði komin í gagnið. Það er ekki traustvekjandi að heyra starfsfólk Landsnets vera svona tvísaga á sama hálftímanum á þessum fundi. Mér finnst töluverður munur á því sem er „erfitt“ eða „ekki mögulegt“. Það virtist samt vera sá samhljómur með fulltrúum Landsnets að þegar leiðin öll verður fullbúin verður rýmd fyrir þennan jarðstrengskafla innan Akureyrar sem togast er á um.

Það að Landsnet þrýsti núna á með þessa skipulagsbreytingu kom mér á óvart. Gildandi skipulag byggir bæði á yfirlýstri stefnu Alþingis hvað varðar háspennulagnir í þéttbýli og skýrslu óháðs fagaðila (Hjartar Jóhannessonar) sem dró það skýrt fram að þó farið verði í lögn á 2x11,8 km streng á 220 kV spennu í Hólasandslínu austan Akureyrar verði eftir rekstrarleg rýmd fyrir strenglagnir norðan Akureyrar, bæði 220 kV stubburinn í Blöndulínu 3 og 60 kV lagnir til Dalvíkur.

Nú er það svo að strengsettin í Hólasandslínu eru bæði styttri en áætlað var og einungis annað settið er rekið á 220 kV. Meðan óháður aðili hefur ekki tekið til rýningar þennan ómöguleika sem verkefnisstjóri Landsnets er svo hörð á finnst mér þessi fullyrðing hennar vera vægast sagt vafasöm. Ég hef ekki frétt af því að komin séu fram nein formleg gögn sem styðja þessa fullyrðingu frá verkefnisstjóra Landsnets.

En, og takið eftir, EF svo fer að það verði staðfest með faglegri rýningu óháðs aðila að það sé ekki boðlegt að byrja með þennan rúmlega 2km jarðstreng sem er áætlaður í núverandi aðalskipulagi, ÞÁ liggur þetta fyrir:

Akureyringar taki frumkvæðið í málinu og bjóði Landsneti leið fyrir BRÁÐABIRGÐA loftlínutengingu sem verður fjarlægð um leið og 220kV tengingin til Grundartanga verður tekin í notkun.

Akureyringar og tæknilið Landsnets sameinist um að velja jarðstrengsleið sem þjóni sem best hagsmunum beggja. Þar verði tekið tillit til framtíðarskipulags vaxandi byggðar, umhverfisverndar og þarfar á að komast framhjá hæstu klapparhausunum og dýpstu giljunum án of mikillar fyrirhafnar.

Ólafur Kjartansson er formaður svæðisfélags VG Akureyri og nágrenni.

Ert þú í tengslum?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
14. júní 2024 | kl. 08:58

Lærðu að nota nalaxone nefúða, það getur bjargað lífi

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
07. júní 2024 | kl. 11:15

Þingmenn opnið augun ­og finnið kjarkinn

Jón Hjaltason skrifar
05. júní 2024 | kl. 15:10

Hvað er að frétta í lífi án frétta?

Skúli Bragi Geirdal skrifar
05. júní 2024 | kl. 12:00

Gaza - Almenningur og stjórnvöld á Íslandi verða að ná samstöðu

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
04. júní 2024 | kl. 16:40

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Ingibjörg Isaksen skrifar
30. maí 2024 | kl. 16:16