Fara í efni
Umræðan

Á leið til Bretlands? Ekki gleyma ferðaleyfinu

Frá og með 2. apríl 2025 þurfa Íslendingar á leið til Bretlands að hafa sótt um rafrænt ferðaleyfi (ETA, ) áður en þeir ferðast en opnað var fyrir umsóknir í dag, 5. mars..Mynd: Unsplash/ Aleks Marinkovic

Opnað verður í dag fyrir umsóknir um rafrænt ferðaleyfi til Bretlands (ETA, Electronic Travel Authorisation) en frá og með 2. apríl þurfa allir Íslendingar, og aðrir erlendir ríkisborgarar sem ekki hafa dvalarleyfi í Bretlandi, leyfi til að ferðast þangað.

Ferðalangar sem hyggjast nýta sér easyJet-flugið frá Akureyri til Bretlands í apríl, eða síðar á árinu, verða því að vera búnir að ná sér í ETA ferðaleyfið áður en haldið er af stað. Skiptir þá engu máli hvort lokaáfangastaðurinn sé Bretland eða hvort aðeins sé um millilendingu að ræða. Rétt er þó að benda á að ef dvelja á lengur en í 6 mánuði í Bretlandi, þarf að sækja um viðeigandi dvalarleyfi, og er þá ekki nóg að hafa ETA. Einstaklingar sem hafa nú þegar dvalarleyfi í Bretlandi þurfa ekki ETA til þess að ferðast til landsins.

Flugvél easyJet á Manchester flugvelli á dögunum. Fjöldi Íslendinga hefur flogið til Englands frá Akureyri síðustu mánuði án sérstakra leyfa en frá næstu mánaðamótum verður engum hleypt inn í Bretland nema viðkomandi hafi keypt rafrænt ETA ferðaleyfi. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Gildir í 2 ár

Gott er að sækja tímanlega um ETA-leyfið því umsóknarferlið getur tekið allt að þrjá virka daga. Leyfið kostar 10 sterlingspund – tæpar 1.800 krónur – og gildir í tvö ár frá útgáfudegi eða þar til vegabréf viðkomandi rennur út ef það er innan þessara tveggja ára. Leyfið tengist vegabréfi umsækjanda sjálfkrafa og meðan leyfið er í gildi getur viðkomandi ferðast eins oft og hann vill til Bretlands.

Sótt er um ETA-leyfið annaðhvort með „UK ETA app“smáforritinu, fyrir iPhone og Android-síma, en einnig er hægt að sækja um á vefsíðu breskra stjórnvalda, GOV.UK.

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50